top of page

Yrði það ekki dásamlegt...

Matti Ósvald, atvinnumarkþjálfi og heilsufræðingur

segir frá upplifun sinni af bókinni. 

Yrði það ekki dásamlegt... fæst hér!

​

Næmni og innsæi í vöggugjöf
 

Anna Lísa segir næmni og innsæi hafi skilgreint tilveru sína. Það hefur ekki alltaf verið sælan ein, því hefur stór hluti ævi hennar farið í leit að leiðum að betri líðan.

​

Til varð ný aðferð útfrá innsæi Önnu Lísu og næmni sem hún nefndi ÓM-þerapíu.

Þá aðlagaði hún aðferð Dr. Edwins K. Yager heitins, kærs vinar og mentors að börnum ásamt því að þróa hana áfram fyrir fullorðna.

 

Anna Lísa er innilega þakklát fyrir vöggugjöfina því hún hefur verið henni mikill lærdómur

Það er hennar einlæga ósk að sem flestir þekki þá krafta og eiginleika sem hugurinn býr yfir og geti nýtt sér þá til betri líðan.  

​

​

20220509_175730.jpg
IMG_20201104_0006_edited.png

- Uppspretta ímyndunaraflsins er óendanleg.

,,Að kunna þessa aðferð er eins og að eignast töfrasprota.png

Foreldrar, börn og meðferðaraðilar hafa í áraraðir lært hjá 

Önnu Lísu Björnsdóttur, Yager meðferðarkennara, að nýta eiginleika hugans til betri líðan.  

 

Aðferðir hennar taka meðal annars Yager meðferð á næsta stig.

Hver meðferðartími er klæðskerasniðinn að heimsýn, umhverfi

og ímyndunarafli hvers og eins. 

 

Aðferðir Önnu Lísu eru í senn auðveldar, ánægjulegar og áhrifaríkar.  

Vanlíðan eða kvíði?

,,Ég vildi óska þess að foreldrar mínir hefðu þekkt eiginleika hugans þegar ég átti við vanlíðan og kvíða sem barn og unglingur. Oft liggur lausnin nefnilega innra með okkur".  - Anna Lísa

Ef þú átt fimm mínútur þá getur Anna Lísa sagt þér meira. Við skráningu færðu senda upptöku þar sem hún fer yfir þessa eiginleika hugans :)

​

​

​

Nafn þitt og netfang verður skráð á póstlista annalisa.is. Gögnin þín eru vistuð í samræmi við persónuverndar - stefnu annalisa.is. Þú getur afskráð þig af póstlista annalisa.is hvenær sem er.

Umsagnir

“Þetta er svo dásamlega einfalt. Maður öðlast alveg nýja sýn" 

Jón B. Bjarnas.

Markþjálfi og kennari

Unnur A. Jónsd.

Unnur A. Jónsdóttir

Yoga Nidra kennari & annar eigenda Hugarfrelsis

"Námskeiðið Yager meðferð fyrir börn var mjög heillandi. Kennslubókin er aðgengileg og kennslan var frábær.

​

Ég get ekki beðið að nota þessa aðferð með þeim sem þurfa á því að halda." 

                              

"Að kunna þessa aðferð er eins og að eiga töfrasprota!"

Fanney L. Einarsd.

Heilari og dáleiðari

Betri líðan með eiginleikum hugans

Yager meðferð er frábær aðferð til að komast að rót einkenna, leysa úr þeim og losna við þau í kjölfarið.  

Dr. Edwin K. Yager heitinn er faðir meðferðarinnar sem nú er nýtt af meðferðaraðilum um allan heim. 

 

Það er auðvelt að nema og nýta Yager meðferð. Meðferðarþeginn þarf ekki að endurupplifa áföll sín og helstu yfirburðir aðferðarinnar fyrir bæði meðferðaraðila og þega er sú staðreynd að meðferðarþeginn þarf ekki að segja meðferðaraðilanum hvert vandamálið er né neitt um uppruna þess. 

Ed

Vinur, mentor og starfsfélagi

"Ed var enginn engill en það sem ég sakna mest er hann varðar, fyrir utan óþrjótandi visku og gleðinni yfir að upplifa drauminn sinn, er djúpi næstum ryðgaði hláturinn hans sem stundum breyttist í stelpulegt fliss og gleðitár."       

                                                                                                                     - Anna Lísa

Anna Lísa & Ed

Meira um Dr. Yager og Yager meðferð hér

 Anna Lísa & Dr. Yager í Þýskalandi

Litla-Mús heldur af stað til að finna mömmu sína. Á vegi hennar verða meðal annarra, öskureiður músarkarl, flughræddur svanur og íkorni sem getur ekki kúkað. 

Litla-Mús spyr dýrin spurninga sem hjálpa þeim að leysa vandann en mun

Litla-Mús finna mömmu sína?

Það er tilvalið að lesa söguna með börnum, stórum sem smáum og eiga með þeim gæðatíma, já og ef til vill smá töfrastund!

Litla-Mús og töfrar hugans  veitir meðal annars innsýn inn í hvernig við getum

nýtt hugaraflið til betri líðan.

43066048_693288817709065_908004884504326

Yndisleg saga sem byggir á Yager meðferð

Litla-Mús og töfrar hugans

Meiri upplýsingar um bókina hér

Dr. Yager var mjög hrifinn af bókinni Litla-Mús og töfrar hugans,

sem Anna Lísa skrifaði. Síðasta skiptið sem hann heimsótti Önnu Lísu, las

dr. Yager upp fyrsta kafla bókarinnar í hljóðveri. Það var hans gjöf til hennar. 

 

Til minningar um dr. Yager er upptakan hér fyrir þig að hlusta á.

Eins og gefur að skilja er hún á ensku. Gjörðu svo vel!

Hlustaðu á dr. Yager lesa 
 

Doc Yager Little Mouse´s Magical MindDr. Edwin K. Yager
00:00 / 20:43
bottom of page